800 milljónir til sameininga í ár

Hvolsvöllur
Hvolsvöllur

Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til sameiningar sveitarfélaga í ár nema 800 milljónum króna. Framlög sjóðsins til verkefna af því tagi hafa margfaldast á undanförnum árum, eins og sést á meðfylgjandi línuriti.

Stjórnvöld stefna að því að gera átak í sameiningu sveitarfélaga á næstu sex árum með því að lögbinda lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélagi. Jöfnunarsjóði er ætlað hlutverk í því verki, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Unnið hefur verið að sameiningum á nokkrum stöðum, óháð nýrri stefnu stjórnvalda og einhver af þeim sveitarfélögum sem reiknað er með að þurfi að sameinast öðrum eru byrjuð að undirbúa sig. Dæmi um það er Dalabyggð sem fengið hefur 4,4 milljóna króna styrk úr Jöfnunarsjóði til að gera athugun á því hvert er vænlegast að snúa sér.

Framlög vegna sameiningar sveitarfélaga.
Framlög vegna sameiningar sveitarfélaga. mbl.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert