Fyrstu tölur: Guðni með afgerandi forystu

Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid á Grand Hótel í …
Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid á Grand Hótel í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er með afgerandi forystu á mótframbjóðanda sinn, Guðmund Franklín Jónsson, miðað við fyrstu tölur sem birtar hafa verið úr forsetakosningunum. 

Norðvesturkjördæmi birti tölur fyrst kjördæma skömmu eftir klukkan 22. Talin hafa verið 3.923 atkvæði og er Guðni með 93,6% greiddra atkvæða en Guðmundur Franklín 6,4%. 

Fyrstu tölur hafa einnig borist úr Suðurkjördæmi. 6.978 atkvæði hafa verið talin og er Guðni með 6.095 atkvæði en Guðmundur 685. Guðni hlýtur því 89,9% atkvæða en Guðmundur 10,1%. 

Í Suðvesturkjördæmi hafa 10.550 atkvæði verið talin, Guðni hlýtur 9.000 og Guðmundur 1.200.  

3.000 atkvæði hafa verið talin í Norðausturkjördæmi og fær Guðmundur 2.707 atkvæði eða 6,7% en Guðni 2.707 eða 93,3%.  

Fyrstu tölur bárust frá Reykjavík um klukkan hálf tólf. Í Reykjavíkurkjördæmi norður hafa 15.717 atkvæði verið talin og hlýtur Guðmundur 1.288 atkvæði og Guðni 13.894. Guðmundur fær 8,5% atkvæða en Guðni 91,5%. 

Í Reykjavíkurkjördæmi suður hafa 16.396 atkvæði verið talin og hlýtur Guðmundur 1.389 atkvæði og Guðni 14.414 atkvæði. Guðmundur fær 8,8% atkvæða en guðni 91,2%. 

Þá hafa fyrstu tölur borist úr öllum kjördæmum og er Guðni Th. Jóhannesson með 91% greiddra atkvæða en Guðmundur Franklín Jónsson 9%. 

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með ríkulegt forskot á …
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands er með ríkulegt forskot á mótframbjóðanda sinn Guðmund Franklin Jónsson miðað við fyrstu tölur. mbl.is/Kristinn Magnússon

 Fréttin verður uppfærð þegar fleiri tölur berast.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert