Kjörfundir víða hafnir

Búist er við fyrstu tölum á ellefta tímanum í kvöld.
Búist er við fyrstu tölum á ellefta tímanum í kvöld. mbl.is/Ómar Óskarsson

Kjörstaðir vegna forsetakosninga 2020 hafa víða verið opnaðir, en reglum samkvæmt skulu kjörfundir hefjast á milli klukkan 9 og 12. Valið stendur á milli núverandi forseta Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar athafnamanns.

Í Reykjavík verða kjörstaðir opnaðir klukkan níu og eru opnir til klukkan 22, en almennt skal kjörfundur standa til klukkan 22, en kjörstjórnir geta hætt fyrr eftir aðstæðum.

Ríflega 252 þúsund manns eru á kjörskrá og höfðu í gær hátt í 54 þúsund kosið utan kjörfundar, sem er met. 

Búist er við fyrstu tölum á ellefta tímanum í kvöld.

Valið stendur á milli núverandi forseta Guðna Th. Jóhannessonar og …
Valið stendur á milli núverandi forseta Guðna Th. Jóhannessonar og Guðmundar Franklíns Jónssonar athafnamanns. Samsett mynd
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert