Leita leiða til að fólk í sóttkví geti kosið

Þá hefur Jón Þór einnig rætt við dómsmálaráðherra og aðra …
Þá hefur Jón Þór einnig rætt við dómsmálaráðherra og aðra nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem ber ábyrgð á framkvæmd kosningalaga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu leitar nú leiða til að fólk sem gert hefur verið að sæta sóttkví skömmu fyrir kjördag geti kosið í forsetakosningunum í dag, samkvæmt upplýsingum frá Jóni Þór Ólafssyni, formanni stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.

„Það er verið að skoða hvort þarna séu einhverjir möguleikar og eru í sambandi við sóttvarnayfirvöld um hvort það séu einhverjar leiðir til að þetta fólk geti kosið,“ segir Jón Þór í samtali við mbl.is. „Það eru mjög góðar fréttir. Auðvitað eru lausnir til staðar, en maður bara veit ekki hversu fljótt fólk getur brugðist við.“

Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Jón Þór Ólafsson, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Þór hafði samband við yfirkjörstjórnir í kjölfar þess að honum bárust ábendingar um að um 300 manns í sóttkví gætu ekki nýtt kosningarétt sinn. Var honum þá bent á að sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu væri ábyrgur fyrir að framfylgja kosningarétti fólks og hafði samband við embættið, sem svaraði í morgun.

Þá hefur Jón Þór einnig rætt við dómsmálaráðherra og aðra nefndarmenn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, sem ber ábyrgð á framkvæmd kosningalaga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert