Rúmlega 2.000 brautskráðir frá Háskóla Íslands

Brautskráningin fór fram í tveimur aðskildum athöfnum sökum samkomutakmarkana sem …
Brautskráningin fór fram í tveimur aðskildum athöfnum sökum samkomutakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirunnar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Rúmlega 2.000 kandídatar voru brautskráðir úr grunn- og framhaldsnámi í útskriftarathöfnum Háskóla Íslands í Laugardalshöll í dag. Vegna fyrirmæla sóttvarnayfirvalda um takmörkun á samkomum voru engir gestir viðstaddir athafnirnar en beint streymi var fyrir aðstandendur kandídata og önnur áhugasöm.

Samanlagt voru 1.112 kandídatar brautskráðir úr grunnnámi að þessu sinni og 938 úr framhaldsnámi.  

Samanlagt voru 1.112 kandídatar brautskráðir úr grunnnámi að þessu sinni …
Samanlagt voru 1.112 kandídatar brautskráðir úr grunnnámi að þessu sinni og 938 úr framhaldsnámi. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Á fyrri brautskráningarathöfninni fengu kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá heilbrigðisvísindasviði og verkfræði- og náttúruvísindasviði útskriftarskírteini sín. Samtals brautskráðist 501 frá fyrrnefnda sviðinu og 283 frá því síðarnefnda.

Seinni athöfnina sóttu kandídatar í grunn- og framhaldsnámi frá félagsvísindasviði, hugvísindasviði og menntavísindasviði. Þar brautskráðust 593 frá félagsvísindasviði, 270 frá hugvísindasviði og 403 frá menntavísindasviði.

Áhersla var lögð á að athöfnin væri örugg m.t.t. sóttvarna og var hún skipulögð í samráði við sóttvarnayfirvöld. Þannig var Laugardalshöllinni skipt í tvö svæði, merkt A og B, og var kandídötum deilt á þau svæði í athöfnunum. Enn fremur var boðið upp á sérstakt svæði með tveimur metrum á milli sæta fyrir þau sem vildu.

Isabel Alejandra Díaz, BA í stjórnmálafræði og spænsku og nýkjörinn …
Isabel Alejandra Díaz, BA í stjórnmálafræði og spænsku og nýkjörinn forseti Stúdentaráðs, flutti ávarp við brautskráningarathöfnina í dag. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

Vænt­an­lega verður nokkuð um út­skrift­ar­veisl­ur í kvöld og sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, í samtali við mbl.is fyrr í dag að hann hefði áhyggj­ur af því að smit gætu komið upp í veisl­un­um, en dæmi eru um slíkt frá síðustu helgi. 

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti ávarp við athöfnina og þá ávörpuðu Bergrós Fríða Jónasdóttir, BS í rafmagns- og tölvuverkfræði, og Isabel Alejandra Díaz, BA í stjórnmálafræði og spænsku og nýkjörinn forseti Stúdentaráðs, gesti fyrir hönd brautskráningarkandídata.

Háskóli Íslands brautskráði 399 kandídata í febrúar síðastliðnum og því hafa alls 2.449 útskrifast frá skólanum það sem af er ári.

Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti ávarp við athafnirnar.
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti ávarp við athafnirnar. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert