Tíminn verði samræmdur í norðri

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Norræn nefnd leggur til að Norðurlandaráð þrýsti á að breytingar á klukku á milli sumar- og vetrartíma verði afnumdar og að tekið verði upp sama tímabelti alls staðar á Norðurlöndunum.

Norræna hagvaxtar- og þróunarnefndin leggur þetta til og ríkisstjórnir Norðurlanda beðnar um að standa saman í afstöðu sinni til þess hvaða tímabelti Norðurlönd skuli tilheyra. Enginn Íslendingur situr í nefndinni, miðað við upplýsingar sem fram koma á vef Norðurlandaráðs.

Umræða hefur um samræmingu klukkunnar hefur lengi verið í Evrópu. Fram kemur í fréttabréfi Norðurlandaráðs að Evrópuþingið hafi samþykkt að afnema klukkubreytingar á milli sumar- og vetrartíma frá árinu 2021. Sú vinna hafi stöðvast og Króatía, sem fer nú með formennsku í Evrópusambandinu, hafi ekki viljað setja málið í forgang. Þá sé ekki vitað hvað Þýskaland geri þegar það tekur við formennskunni í sumar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert