Þakklátur fyrir góða kjörsókn

mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson var endurkjörinn forseti Íslands í gær með 92,2% atkvæða.

Í aukafréttatíma RÚV í hádeginu segir Guðni að umboðið sé sterkt veganesti inn í næsta kjörtímabil.

Í fréttatímanum kemur fram að sigurinn sé sá næststærsti í sögu embættisins.

Fólki þyki vænt um embættið

Guðni kveðst sérstaklega þakklátur fyrir góða kjörsókn, sem sé vitnisburður um að Íslendingum þyki vænt um embættið og vilji nýta lýðræðislegan rétt sinn. Hann segist þá ætla að halda áfram á sömu braut.

Þótt kosningabaráttan hafi tekið á segir hann að þetta allt hafi verið þess virði.

„Það sem öllu skiptir er að fólki í þessu landi líði vel, að við stöndum saman um það að gera þetta samfélag okkar ögn betra í dag en það var í gær, og þar hefur forseti hlutverki að gegna, oftar en ekki á óbeinan hátt, og ekki ber að vanmeta það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert