Umferðarslys á Kjalarnesi

Miklar umferðartafir eru á Kjalarnesi vegna slyssins.
Miklar umferðartafir eru á Kjalarnesi vegna slyssins. Skjáskot/Vegagerðin

Umferðarslys varð á Kjalarnesi á fjórða tímanum. Tvær dælubílar og þrír sjúkrabílar auk lögreglu eru nýkomnir á vettvang að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Húsbíll og tvö bifhjól lentu saman. Þrír hafa verið fluttir á sjúkrahús. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og lenti hún sunnan við göngin. Stuttu seinna var óskað eftir aðstoð þyrlunnar þar sem sjúkrabíll sem var á leið af Vesturlandi til Reykjavíkur komst ekki í gegnum göngin sökum umferðar. Þyrlan flaug því norður fyrir göngin og flutti sjúklinginn, sem ekki tengist umferðarslysinu, til Reykjavíkur. 

Vegagerðin lokaði fyrir umferð um Kjalarnes og við Hvalfjarðargöngin að beiðni lögreglu en göngin hafa verið opnuð að nýju. Vegfarendum er þó enn bent á hjáleið um Hvalfjarðarveg, Kjósarskarð og Þingvallaleið. Vesturlandsvegur um Hvalfjarðargöng verður að öllum líkindum lokaður eitthvað áfram.  

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert