Að minnsta kosti fimm hjólaslys

Rólegt var á vakt lögreglunnar í dag.
Rólegt var á vakt lögreglunnar í dag. mbl.is/Arnþór Birkisson

Óvenju rólegt var á vakt lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Þó þurfti lögreglan að sinna að minnsta kosti fimm útköllum þar sem orðið höfðu reiðhjóla- og/eða hlaupahjólaslys. Í öllum tilvikum virðist sem meiðsli hafi verið minniháttar, að því er segir í tilkynningu lögreglunnar.

mbl.is