Eldvarnagalla stolið af slökkviliðsmanni

Eldvarnagallinn var í sérstakri eldgallatösku líkt og þessari.
Eldvarnagallinn var í sérstakri eldgallatösku líkt og þessari. Ljósmynd/Slökkviliði á höfuðborgarsvæðinu

Brotist var inn í bíl hjá slökkviliðsmanni í nótt og eldgallatösku stolið. Í töskunni er meðal annars eldvarnagalli sem er sérsaumaður á eigandann. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu greinir frá þessu á facebooksíðu sinni. 

„Í töskunni er allur nauðsynlegur búnaður fyrir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn, t.d. eldvarnagalli. Eldvarnagallinn er lífsnauðsynlegur þegar við förum í brunaútköll og þess vegna er þessi verknaður algjörlega óskiljanlegur í okkar huga,“ segir í færslunni.

Slökkviliðið biðlar til þess sem tók töskuna að sjá sóma sinn í því að skila henni aftur. „Það væri auðvitað langbesta lausnin fyrir alla.“



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert