Dreifa listum á aðalfundi SÁÁ

Aðalfundur SÁÁ er hafinn. Kosið verður í stjórn félagsins og …
Aðalfundur SÁÁ er hafinn. Kosið verður í stjórn félagsins og um formann. Ljósmynd/Aðsend

Aðalfundur SÁÁ, þar sem kosið verður í stjórn félagsins og um formann, hófst klukkan fimm í dag. Tveir eru í framboði til formanns og hefur kosningabaráttan verið ansi hörð á köflum. Henni var þó ekki enn lokið eftir að fundur hófst þar sem svo virðist sem að kosningaáróður hafi átt sér stað á fundinum.

Samkvæmt heimildum mbl.is streymdi fjöldi fólks inn um dyrnar, á Hilton Reykjavík Nordica-hótelinu við Suðurlandsbraut þar sem fundurinn er haldinn, nú rétt fyrir klukkan fimm.

Listar yfir þá frambjóðendur til stjórnar sem styðja formannsefni SÁÁ.
Listar yfir þá frambjóðendur til stjórnar sem styðja formannsefni SÁÁ. Samsett mynd

Fengu afhenta lista

Við komuna fengu gestir afhenta lista yfir þá sem eru, að því er virðist, formannsframbjóðendum þóknanlegir til setu í stjórn samtakana. Listum með nöfnum frambjóðenda til stjórnar var dreift af nokkrum fjölda manns fyrir hönd Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi yfirlæknis Vogs, sem vill verða formaður.

Einar Hermannsson, sem hefur setið í stjórn SÁÁ í fjögur ár, sækist einnig eftir því að verða formaður og hefur listum yfir frambjóðendur sem styðja hann einnig verið dreift. Þar var þó einungis einn aðili sem dreifði listum, samkvæmt heimildum mbl.is.

mbl.is