Enn mörg mál á borði sáttasemjara

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í júlí mun ríkissáttasemjari fara í sumarfrí, en enn eru mörg sáttamál á borði embættisins. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir í Morgunblaðinu í dag að flest sáttamál séu í ágætis farvegi og ekki þyrfti að funda í júlí, en í brýnum málum kunni að vera þörf á fundum og mun ríkissáttasemjari sinna því.

Aðalsteinn segir að síðustu misseri hafi verið löng og ströng, ekki aðeins hjá ríkissáttasemjara, heldur einnig hjá verkalýðsfélögum og atvinnurekendum, en meðal þeirra taka sér flestir frí í júlí.

„Það er mjög góð sátt um það að hlutir séu í ákveðnum farvegi og ekki mikil þörf á miklum fundarhöldum þangað til í ágúst í langflestum tilfellum, en þar sem eru brýn mál er þeim öllum sinnt.“ Þrettán mál eru í sáttameðferð hjá ríkissáttasemjara sem stendur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »