Komi í veg fyrir samþjöppun á eignarhaldi jarða

Selá í Vopnafirði. Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur eignast fjölda …
Selá í Vopnafirði. Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur eignast fjölda jarða við góðar laxveiðiár í Vopnafirði og víðar. Hann hefur því í forgrunni umræðunnar um jarðasöfnun. Mynd úr safni. mbl.is/​Hari

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um jarðamál sem á að stuðla að landnýtingu í samræmi við landkosti og að tryggja möguleikann á því að koma í veg fyrir samþjöppun á eignarhaldi.

Með lagasetningunni breyttust ákvæði fjögurra lagabálkum sem geyma ákvæði um eignarráð og nýtingu fasteigna. Sjónarmiðum um náttúruvernd, byggðaþróun og sjálfbærni er gert hærra undir höfði í nýju lögunum.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins þar sem segir að samþykkt frumvarpsins sé fyrsta skrefið í þá átt að stýra því hversu mikið land safnast mögulega á fáar hendur.

Kannaðir möguleikar á skilyrðum um búsetu

„Með lögunum er hægt að stuðla að því að landnýting verði í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Þá eru um leið tryggðir möguleikar almannavaldsins til að koma í veg fyrir samþjöppun á eignarhaldi lands,“ segir í tilkynningunni.

Í framhaldinu verða kannaðir möguleikar á skilyrðum um búsetu eða nýtingu lands eins og fordæmi eru fyrir annars staðar á Norðurlöndum og er sú vinna þegar hafin í forsætisráðuneytinu segir þar einnig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert