Lífslíkur með þeim hæstu í Evrópu

Meðalævi Íslendinga hefur lengst á seinni árum.
Meðalævi Íslendinga hefur lengst á seinni árum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hagstofa Íslands hefur birt nýjar upplýsingar um þróun meðalævilengdar karla og kvenna á Íslandi. Tölur stofnunarinnar sýna að meðalævilengd hefur aukist jafnt og þétt á árunum 1988-2019.

Meðalævilend karla árið 2019 var 81,0 ár, sem er aukning um rúmlega sex ár á tímabilinu og meðalævilengd kvenna var 84,2 ár, sem er aukning um rúmlega fjögur ár á sama tímabili, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Samanburður við önnur Evrópulönd á árunum 2009-2018 sýnir sterka stöðu lífaldurs Íslendinga. Karlar verma þar annað sæti meðalaldurs; 80,8 ár, á eftir þeim svissnesku sem að meðaltali lifðu 80,9 ár. Íslenskar konur eru í sjöunda sæti með 84,1 ár. Á undan koma Spánn (85,8 ár), Frakkland (85,6), Sviss (85,2), Ítalía (85,1), Liechtenstein (84,4) og Lúxemborg (84,2).

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »