Listi Einars náði kjöri

SÁÁ rekur sjúkrahúsið Vog.
SÁÁ rekur sjúkrahúsið Vog. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kosningu í aðalstjórn og varastjórn SÁÁ, á aðalfundi samtakanna á Hilton Reykjavík Nordica, lauk nú rétt eftir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt heimildum mbl.is hlaut sá listi, eða þeir einstaklingar, sem styðja framboð Einars Hermannssonar til formanns, meirihluta atkvæða.

16 einstaklingar voru kosnir í 48 manna aðalstjórn og sjö varamenn. Síðar í kvöld mun aðalstjórn skera úr um hvor verður næsti formaður samtakanna; Einar Hermannsson eða Þórarinn Tyrfingsson. Fyrst þarf þó að útkljá önnur dagskrármál. 

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, kemur inn sem aðalmaður í stjórn í stað Lindu Pétursdóttur. 

Listar yfir þá frambjóðendur til stjórnar sem styðja formannsefni SÁÁ.
Listar yfir þá frambjóðendur til stjórnar sem styðja formannsefni SÁÁ. Samsett mynd

Arnþór Jóns­son, sitj­andi formaður sam­tak­anna, sækist ekki eft­ir end­ur­kjöri. Kosningabaráttan hefur verið hörð, eins og þau átök sem hafa átt sér stað milli starfsmanna sjúkrahússins Vogs og forystu stjórnar SÁÁ. Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, styður framboð Einars sem vill koma á fagstjórn yfir sjúkrahúsinu Vogi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert