„Mýtan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 er dauð“

Helga Vala sagði fíkn vera heilbrigðisvandamál sem ætti að fjalla …
Helga Vala sagði fíkn vera heilbrigðisvandamál sem ætti að fjalla um á þeim vettvangi, út frá því sjónarhorni. mbl.is/Hari

„Mér finnst í rauninni mjög sorglegt að finna þau átök sem mannúðarmál, eins og það sem við erum að fjalla um hér í dag eða í kvöld, að finna þau átök sem verða í þinghúsinu við svona mannúðarmál,“ sagði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, í umræðum um frumvarp til laga um ávana- og fíkniefni á Alþingi í kvöld. 

„Mér finnst það óþægilegt af því í rauninni ættum við að geta komið okkur saman um að gera allt sem í okkar valdi stendur til að lina þjáningar þeirra sem glíma við fíknivanda.“

Halla Signý Kristjánsdóttir hefur krafist þess að frumvarpinu sé vísað …
Halla Signý Kristjánsdóttir hefur krafist þess að frumvarpinu sé vísað frá þinginu og til ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Umræðurnar stóðu yfir fyrr í kvöld og töluðu Píratar ákaft fyrir frumvarpinu. Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur krafist þess að frumvarpinu sé vísað frá þinginu og til ríkisstjórnarinnar. 

„Þetta mál er svo einfalt. Við refsum ekki veiku fólki,“ …
„Þetta mál er svo einfalt. Við refsum ekki veiku fólki,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins þegar hann studdi frumvapið í pontu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Við refsum ekki veiku fólki

Í frum­varp­inu er lagt til að bann við vörslu, kaup­um og mót­töku á áv­ana- og fíkni­efn­um í neyslu­skömmt­um verði fellt brott. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður þess.

„Þetta mál er svo einfalt. Við refsum ekki veiku fólki,“ sagði Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, þegar hann studdi frumvarpið í pontu. 

„Er það ekki nógu mikil refsing að lenda í því að vera fíkill? Við þurfum ekki að refsa þeim meira,“ bætti Guðmundur við og uppskar lófaklapp.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur um rökrétt næsta skref að ræða.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir telur um rökrétt næsta skref að ræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Helga Vala sagði fíkn vera heilbrigðisvandamál sem ætti að fjalla um á þeim vettvangi, út frá því sjónarhorni.

„En ekki út frá refsistefnu, út frá fordæmingu og útskúfun. Því miður eimir enn of mikið eftir af þessari útskúfun í huga margra hér innanhúss eins og annars staðar í samfélaginu og það er það sem við þurfum að gera. Allt sem við getum til að koma í veg fyrir. Mýtan um fíkniefnalaust Ísland árið 2000 er dauð. Refsistefnan hefur engu skilað, engu,“ sagði Helga Vala sem vakti athygli á því að frumvarpið snerist ekki um að lögleiða fíkniefni. 

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, sagði þá að frumvarpið samræmdist nýsamþykktum lögum um neyslurými og væri rökrétt næsta skref. 

Atkvæðagreiðslu um frumvarpið var frestað á tólfta tímanum en lítið heyrðist í andstæðingum þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert