Sálfræðingar fagna nýjum lögum

Frumvarp Þorgerðar Katrínar var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld.
Frumvarp Þorgerðar Katrínar var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sálfræðingafélag Íslands fagnar því að frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um breytingar á lögum um Sjúkratryggingar Íslands hafi verið einróma samþykkt á Alþingi, en markmið frumvarpsins er að tryggja að sálfræðimeðferð falli undir greiðsluþátttökukerfi Sjúkratrygginga og sé þannig veitt á sömu forsendum og önnur heilbrigðisþjónusta.

„Bætt aðgengi að sálfræðiþjónustu hefur verið baráttumál félagsins í áratugi,“ segir í yfirlýsingu frá Sálfræðingafélaginu.

„Telur Sálfræðingafélagið að verið sé að stíga mikilvægt skref í að auka aðgengi almennings, óháð efnahag, að viðeigandi geðheilbrigðisþjónustu. Með því er verið að fjárfesta í bættri geðheilsu almennings sem mun borga sig fyrir þjóðarbúið til lengri tíma litið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert