Tvö ný smit – fækkar í sóttkví

Alls hafa 4 greinst með virkt smit við landamærin.
Alls hafa 4 greinst með virkt smit við landamærin. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Tvö ný smit greindust í gær, annað við landamæraskimun og hitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fólki í sóttkví fækkar úr 433 í 415. Tólf eru nú með virkt smit. 

Þetta kemur fram á covid.is.

Alls hafa um 12.000 manns farið í sýnatöku við landamæri frá 15. júní og fjórir hafa reynst með virkt smit.

Alls voru 1.416 sýni tekin við landamæraskimun í gær. 408 sýni voru tekin hjá Íslenskri erfðagreiningu og 56 sýni hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. 

Enn er beðið eftir niðurstöðum á því hvort smitið sem reyndist jákvætt hjá Íslenskri erfðagreiningu í gær sé smitandi eða ekki. 

mbl.is