Víða sést vel til sólar

Meinhægum norðlægum áttum er spáð síðari hluta vikunnar með lítils …
Meinhægum norðlægum áttum er spáð síðari hluta vikunnar með lítils háttar vætu hér og hvar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útlit er fyrir fremur hægan vind í dag, en norðaustankalda yst við suðausturströndina og á Norðvesturlandi framan af deginum. Á sunnan- og vestanverðu landinu má búast við súld, einkum seinni partinn. Norðaustanlands verður einnig skýjað, en þó þurrt að kalla. Í öðrum landshlutum sést víða vel til sólar. Hiti á bilinu 12 til 18 stig, en svalara með suður- og austurströndinni.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Meinhægum norðlægum áttum er spáð síðari hluta vikunnar með lítils háttar vætu hér og hvar, en bjartviðri þess á milli. Víða verður áfram milt í veðri, en svalast um landið austanvert, þar sem sólarstundir þessarar viku gætu orðið öllu færri en annars staðar á landinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðan 3-8 m/s og víða léttskýjað, en skýjað við A-ströndina og stöku skúrir S-lands. Hiti frá 7 stigum á annesjum NA-lands, að 17 stigum í innsveitum á SV-landi.

Á föstudag:
Norðaustanátt og bjart með köflum, en víða skýjað og úrkomulítið við ströndina S- og A-verða. Líkur á vætu við Faxaflóa. Hiti 6 til 14 stig, mildast á SV-lands.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Norðlæg átt, skýjað með köflum og dálítil væta af og til. Kólnar í veðri N-lands.

mbl.is