Aldrei fleiri lið á N1 mótinu

mbl.is/Þorgeir

Þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu hófst í dag á Akureyri. Aldrei hafa fleiri lið verið skráð til leiks á mótinu. 

Fram kemur í tilkynningu að N1 mótið sé einn umfangsmesti og vinsælasti íþróttaviðburður landsins og rétt tæplega 2.000 ungir fótboltadrengir taka þátt í mótinu. 212 lið eru skráð til leiks í ár og sendir Breiðablik flest lið að þessu sinni. Ekkert erlent lið tekur þátt í ár. 

mbl.is/Þorgeir

N1 hefur um árabil stutt grasrótarstarf beggja kynja í knattspyrnu á Íslandi. Fyrir unga fótboltadrengi er N1 mótið hápunktur sumarsins fyrir marga þátttakendur og á mótinu hafa margir verðandi atvinnumenn og landsliðsmenn tekið sín fyrstu skref í íþróttinni. 

mbl.is/Þorgeir

Eins og vanalega fylgir fjöldi aðstandenda, vina og þjálfara keppendum á mótið og má því reikna með þúsundum gesta til Akureyrar í kringum mótið. Skipuleggjendur minna á að sýna tillit vegna þess ástands sem nú er uppi og umburðarlyndi og þolinmæði á meðan á mótinu stendur. 

mbl.is/Þorgeir
mbl.is