Almennt atvinnuleysi haldist óbreytt í júnímánuði

Vinnumálastofnun.
Vinnumálastofnun. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðgera má að atvinnuleysi í júnímánuði verði sambærilegt við mánuðinn á undan. Þetta segir Karl Sigurðsson, sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun.

Almennt atvinnuleysi í maí var um 7,4% eða rétt um 21.500 einstaklingar. Þá var skráð atvinnuleysi í maímánuði 13% og lækkaði umtalsvert frá því í mánuðinum á undan þegar það var rétt um 17,8%. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar voru um 33 þúsund á atvinnuleysisskrá í maí, þar af 17.200 í minnkuðu starfshlutfalli.

Að sögn Karls má gera ráð fyrir að einstaklingum í minnkuðu starfshlutfalli fækki umtalsvert í mánuðinum þó að almennt atvinnuleysi haldist áfram óbreytt. „Við reiknum með að almennt atvinnuleysi verði svipað og í maí. Fólki í minnkuðu starfshlutfalli heldur þó áfram að fækka hratt og verður sennilega í kringum 7-8 þúsund,“ segir Karl í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »