Breytingarnar höfðu mögulega slæm áhrif

Lítið er eftir af húsinu annað en brunarústir. Grunur leikur …
Lítið er eftir af húsinu annað en brunarústir. Grunur leikur á að húsinu hafi verið breytt án þess að fyrir því hafi verið leyfi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við fyrstu skoðun lítur út fyrir að gerðar hafi verið breytingar á mannvirkinu sem ekki hafi verið sótt um byggingarleyfi fyrir. Mögulega hafa þessar breytingar haft slæm áhrif á brunavarnir,“ segir Davíð Snorrason, yfirmaður brunaeftirlits hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS), um hús sem brann við Bræðraborgarstíg. Þrír létu lífið í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.

Engar kvartanir um húsið höfðu borist HMS fyrir brunann, að sögn Davíðs, en fyrir brunann höfðu fjölmiðlar fjallað um slæman aðbúnað í húsinu.

Nú vinnur HMS að því að rannsaka eldsvoðann og stýrir Davíð rannsókninni. Niðurstöður hennar gætu legið fyrir síðar á árinu. Markmið rannsóknarinnar er að draga lærdóm af brunanum og kanna hvort nauðsynlegt sé að breyta regluverki en grunur er um að brunavörnum í húsinu hafi verið ábótavant.

„Í mörgum eldri mannvirkjum eru brunavarnir ekki í samræmi við núgildandi nýjustu reglur,“ segir Davíð um þann grun. „Mannvirki í dag eru byggð með öðrum hætti. Húsið sem brann var mjög gamalt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »