Fjögur ný smit — þrjú við landamæraskimun

Þrjú ný smit greindust við landamæraskimun í gær og eitt …
Þrjú ný smit greindust við landamæraskimun í gær og eitt á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Fjögur ný kórónuveirusmit greind­ust í gær, þrjú við landa­mæra­skimun og eitt á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Fólki í sótt­kví fjölgar úr 415 í 434. Ellefu eru nú með virkt smit, einum færri en í gær. Frá upphafi hafa 1.847 smit verið staðfest hér á landi. Þetta kem­ur fram á covid.is.

Alls hafa um 15.000 manns farið í sýna­töku við landa­mæri frá 15. júní og fjór­ir hafa reynst með virkt smit en 20 reyndust ekki smitandi. Beðið er eftir niðurstöðu úr sýnum þeirra þriggja sem greindust í gær hvort um sé að ræða virkt smit.

Alls voru 1.310 sýni tek­in við landa­mæra­skimun í gær. 465 sýni voru tek­in hjá Íslenskri erfðagrein­ingu og 263 sýni hjá sýkla- og veiru­fræðideild Land­spít­al­ans.


mbl.is