Gullinbrú malbikuð á ný annað kvöld

Grafarvogsbúar og aðrir sem eiga leið um svæðið eru beðnir …
Grafarvogsbúar og aðrir sem eiga leið um svæðið eru beðnir um að virða vegmerkingar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Stefnt er að því að að malbika Gullinbrú, rétt norðan Fjallkonuvegar að Stórhöfða, eina akrein til suðurs annað kvöld, fimmtudaginn 2. júlí, ef veður leyfir.

Lokað verður fyrir umferð úr Grafarvogi um Gullinbrú á meðan.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 18:00 til 01:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar.

Lokunaráætlun er í viðhengi með fréttinni.

Ákvörðun um að mal­bika veg­kafl­ann aft­ur var tekin eftir að í ljós kom að hann var of háll, líkt og vegkaflinn á Vest­ur­lands­vegi, þar sem tveir lét­ust í um­ferðarslysi á sunnu­dag. Sami verktaki, Loftorka, sá um fram­kvæmdirnar og sér einnig um að malbika upp á nýtt.

mbl.is