Lokatilboð lagt fyrir Norðurál

Vilhjálmur er vongóður um að fyrirtækið taki lokatilboðinu.
Vilhjálmur er vongóður um að fyrirtækið taki lokatilboðinu. mbl.is/Sigurður Bogi

Verkalýðsfélag Akraness hefur lagt „lokatilboð“ fram í kjaraviðræðum við Norðurál. Tilboðið er sagt byggjast á hinum margumrædda lífskjarasamningi sem Samtök atvinnulífsins tóku þátt í að skapa.

Samtökin semja við Verkalýðsfélag Akraness fyrir hönd Norðuráls og segir Vilhjálmur Birgisson, formaður verkalýðsfélagsins, að það kæmi sér á óvart „ef Samtök atvinnulífsins væru ekki tilbúin í að viðurkenna sitt eigið barn sem er lífskjarasamningurinn“.

Vilhjálmur segir að sá samningur hafi reynst vel og „það [hafi] aldrei verið jákvætt ef einhver vill ekki kannast við sitt eigið afkvæmi, ef þannig má að orði komast“.

Boltinn er nú hjá Norðuráli, að sögn Vilhjálms, sem gerir fastlega ráð fyrir því að ríkissáttasemjari boði til fundar deiluaðila næstkomandi fimmtudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »