Þrengja Bústaðaveg vegna framkvæmda

Frá gatnamótum Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar.
Frá gatnamótum Bústaðavegar og Kringlumýrarbrautar. mbl.is/Júlíus

Báðar akreinar Bústaðavegar, frá mislægum gatnamótum við Kringlumýrabraut að gatnamótum við Litluhlíð, verða fræstar á morgun ef veður leyfir. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan 9 til 13 og verður vegurinn þrengdur um eina akrein á meðan.

Reykjanesbraut í Garðabæ, á milli Kauptúns og Vífilsstaðarvegar, verður sömuleiðis þrengd um eina akrein á meðan hún verður fræst á morgun. Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir frá klukkan 12 til 16.

Malbikunarstöðin Hlaðbær Colas er framkvæmdaaðili og starfsmenn fyrirtækisins munu setja upp viðeigandi merkingar á báðum stöðum. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingarnar, hraðatakmarkanir og að sýna aðgát.

mbl.is