Þrír Íslendingar fengu þriðja vinning

Þrír Íslendingar fá þriðja vinning heim.
Þrír Íslendingar fá þriðja vinning heim. Mynd/mbl.is

Einn miðahafi var með allar tölur réttar í Vikinglotto í kvöld og vann rúmlega 1,6 milljarða króna. Sá heppni keypti lukkumiðann í Eistlandi. Einn Norðmaður vann rúmar 38 milljónir króna og þrír Íslendingar voru með þriðja vinning og hljóta þeir um 1,6 milljónir hver.

Einn miði var seldur í Bitahöllinni Stórhöfða og tveir á lotto.is. Enginn var með allar Jókertölur en einn var með fjórar tölur í réttri röð og vann 100 þúsund krónur. Sá miði var í áskrift.

Tölur kvöldsins voru 11-18-20-30-45-46.

Jókertölur kvöldsins voru 8-2-2-6-2.

mbl.is