Arion banki má ekki birta myndir

Frá Arion-banka móti Víkings í Víkinni.
Frá Arion-banka móti Víkings í Víkinni. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Persónuvernd hefur bannað Arion banka að nýta ljósmyndir af liðum í Arion banka-mótinu í fótbolta barna frá því í fyrra á Facebook-síðu bankans. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðu Persónuverndar um málið.

Er framangreind vinnsla myndanna ekki talin heimil samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

Persónuvernd hafði borist ábending um að samkvæmt færslu á Facebook-síðu Arion banka 18. ágúst 2019 yrðu liðamyndir frá Arion banka-mótinu gerðar aðgengilegar á sömu síðu innan örfárra daga. Af þeim sökum ákvað Persónuvernd að hefja frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga vegna fyrirhugaðrar birtingar ljósmynda. Í kjölfarið var bankanum sent bréf þar sem vísað var til tilmæla stofnunarinnar um notkun á samfélagsmiðlum.

Í bréfinu var áréttað að ljósmyndir af einstaklingum teldust almennt til persónuupplýsinga og bent á að í tilmælunum væri því beint til þeirra aðila sem koma að starfi með börnum að nota ekki Facebook eða sambærilega miðla fyrir miðlun persónuupplýsinga um þau. Þar skipti engu hvort um væri að ræða almennar eða viðkvæmar persónuupplýsingar.

Í svari Arion banka við bréfinu kom fram að við inngang að svokölluðu myndatökusvæði á mótinu hefði verið skilti þar sem fram hefði komið að myndir teknar á svæðinu yrðu gerðar aðgengilegar á Facebook-síðu bankans. Með vísan til þess taldi Arion banki myndatökuna hafa verið heimila á grundvelli samþykkis.

Í ákvörðunarorðum Persónuverndar kemur fram að eingöngu megi gera myndirnar aðgengilegar með aðgangsstýrðum hætti fyrir hlutaðeigandi íþróttafélög.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »