Biðlisti í fyrsta sinn hjá Stígamótum

Samsæri þagnarinnar rofið.
Samsæri þagnarinnar rofið. mbl.is/Golli

Í kjölfar aukinnar aðsóknar hafa Stígamót sett á fót biðlista í fyrsta skipti í 30 ára sögu samtakanna og er nú biðtími eftir viðtali um tveir mánuðir.

„Við erum ekki að skrá fleira fólk núna í viðtöl, það fara bara allir á biðlista,“ segir Steinunn Gyðu-Guðjónsdóttir, verkefnastýra hjá Stígamótum.

„Þetta er farið að hafa hamlandi áhrif á þjónustuna sem við bjóðum upp á. Við höfum mætt þessari auknu aðsókn með fjáröflun meðal almennings og reynt að bæta við stöðugildum en við þurfum aðstoð frá ríkinu og framlag okkar þaðan hefur ekki hækkað síðan 2013,“ segir hún íi  umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Búast megi við aukinni aðsókn til samtakanna vegna kórónuveirunnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »