Eldur í fiskikari í Hafnarfirði

Um tuttugu mínútur tók að slökkva eldinn.
Um tuttugu mínútur tók að slökkva eldinn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að berangri við Krýsuvíkurveg um klukkan hálffjögur í dag eftir að eldur kom upp í fiskikari.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var lítil hætta á ferð þótt gróður væri í kringum karið. Einn bíll var sendur á vettvang og gekk greiðlega að slökkva eldinn á um tuttugu mínútum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert