Hátíðir haldnar með breyttu sniði

Hátíðir og knattspyrnumót verða með breyttu sniði í sumar.
Hátíðir og knattspyrnumót verða með breyttu sniði í sumar. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ljóst er að heimsfaraldur kórónuveiru mun setja mark sitt á fjölda samkoma í sumar. Nú um helgina fer nokkur fjöldi hátíða fram víðsvegar um landið. Verða framangreindar samkomur með talsvert breyttu sniðu vegna áhrifa og útbreiðslu veirunnar.

Á Akureyri fer þrítugasta og fjórða N1 mótið í knattspyrnu fram. Mótið hófst í hádeginu í gær og mun standa til laugardags. Mótið er einn vinsælasti íþróttaviðburður landsins þar sem rétt tæplega tvö þúsund ungir drengir leggja land undir fót og etja kappi í knattspyrnu. Samtals eru 212 lið skráð til leiks en aldrei hafa fleiri lið tekið þátt í mótinu.

Í umfjöllun um viðburði helgarinnar í Morgunblaðinu í dag segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóra KA, skipulagningu mótsins hafa litast mjög af ástandinu í þjóðfélaginu. Þannig hafa verið gerðar miklar ráðstafanir til að draga úr líkum á smiti. „Við erum búin að setja upp girðingar á svæðinu þannig að því er skipt upp í fjórar einingar. Við erum síðan með gæslu og reynum að takmarka samrými í litlum rýmum. Þá verða sprittstöðvar út um allt og dómarar munu notast við einnota flautur,“ segir Sævar.

Nú um helgina fara sömuleiðis fram Írskir dagar á Akranesi. Verður hátíðin með breyttu sniði og eilítið minni í sniðum en undanfarin ár. Svipað er uppi á teningnum á Bæjarhátíðinni í Búðardal þar sem þétt dagskrá er um helgina. Í Vestmannaeyjum fer Goslokahátíðin fram með breyttu sniði. Hefur goslokanefnd unnið hörðum höndum að því að gera hátíðina að veruleika með hliðsjón af núverandi fjöldatakmörkunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert