Hvetja ráðherra til að semja við lögreglumenn

Lögreglumenn hafa verið án samnings í á annað ár.
Lögreglumenn hafa verið án samnings í á annað ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglufélag Vestmannaeyja hvetur fjármálaráðherra til að semja nú þegar við Landssamband lögreglumanna. 

Í ályktun félagsfundar Lögreglufélagsins er vakin athygli á því að „lögreglan er ein af grunnstoðum samfélagsins og hefur það komið bersýnilega í ljós í COVID-19-ástandinu hversu þýðingarmikil stétt lögreglumanna er“.

Það sé ótækt að lögreglumenn hafi verið samningslausir í á annað ár og því er þess krafist að fjármálaráðherra gangi frá samningum við Landssamband lögreglumanna nú þegar. 

mbl.is