Kosningu lýkur á miðvikudag

Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins.
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. mbl.is/Árni Sæberg

„Við höfum lokið við að kynna samninginn og kosning hefst í dag,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flug­freyju­fé­lags­ins. Vísar hún þar til kjarasamnings félagsins við Icelandair, sem undirritaður var í síðustu viku. 

Ráðgert er að kosningu ljúki á miðvikudag í næstu viku, en nú standa yfir kynningar og opin hús. „Við erum með opin hús og kynningar en að öðru leyti er þetta nú í höndum félagsmanna,“ segir Líney sem áður hafði lýst samningunum sem varnarsigri. 

Með samn­ingn­um eru flug­freyj­ur að leggja sitt af mörk­um til að aðstoða fé­lagið í að vinna úr rekstr­ar­erfiðleik­um vegna gjör­breytts um­hverf­is. Aðspurð segist hún mæla með samningnum við félagsmenn. „Ég skrifaði hann og mæli að sjálfsögðu með honum,“ segir Guðlaug. 

mbl.is