Mesti fjöldi hingað til með Norrænu

Heilbrigðisstarfsfólk bíður átekta í landgangi Norrænu í síðustu viku.
Heilbrigðisstarfsfólk bíður átekta í landgangi Norrænu í síðustu viku. mbl.is/Pétur Kristjánsson

Norræna lagðist við bryggju um ellefuleytið á Seyðisfirði með um tveggja tíma seinkun. Farþegarnir eru um 600 manns og 400-500 verða eða hafa þegar verið skimaðir fyrir kórónuveirunni um borð í skipinu. Aðrir hafa þegar verið skimaðir í Færeyjum.

Fleiri hafa ekki komið til Íslands með skipinu frá því kórónuveirufaraldurinn hófst. Síðast komu um 300.

Teymi frá Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið um borð og hafið skimunina. Annað teymi frá Íslenskri erfðagreiningu bíður í landi og mun einnig taka þátt í skimun þessara 4-500 farþega. Á blaðamannafundi í gær kom fram að ekki væru aðstæður í landi til þess að fást við svona mikinn fjölda fólks í einu og því hefur verið skimað um borð.

Þeir sem vilja fara í skimun í stað sóttkvíar í landi þurfa að greiða 9.000 krónur ef greitt er fyrir fram en 11.000 krónur ef þeir staðgreiða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert