Óboðleg og óásættanleg skattheimta

Tryggingastofnun.
Tryggingastofnun. mbl.is/ÞÖK

Skerðing lífeyris frá almannatryggingum til eldri borgara og heldur áfram og svo virðist sem ekkert lát sér þar á. Á síðustu tíu árum hafa lágmarkslaun hækkað um 92%, en til samanburðar hækkaði grunnupphæð ellilífeyris frá Tryggingastofnun ríkisins um 61,6%. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ályktun Landssambands eldri borgara um kjaramál. 

Í álytuninni segir enn fremur að lítið sé gert til að auðvelda eldri borgurum að drýgja tekjurnar. Þess í stað vinni kerfið markvisst gegn umræddum einstaklingum og í kemur í raun í veg fyrir að það geti bætt kjör sín af eigin rammleik með öflun viðbótartekna. 

„Þegar skerðing almannatrygginga leggst við tekjuskattinn og útsvarið, verður niðurstaðan grimmir jaðarskattar, sem leggjast á eftirlaunafólk og öryrkja og valda því að þau öldruðu halda í besta falli eftir 27 til 35 krónur af hverjum 100 krónum sem þau hafa í aðrar tekjur. Engum öðrum þjóðfélagshópum er ætlað að búa við slíka skattheimtu, enda er hún óboðleg og óásættanleg,“ segir í ályktuninni. 

mbl.is