Stofna saman þróunarfélag

Höfuðstöðvar Brim.
Höfuðstöðvar Brim. mbl.is/​Hari

Akraneskaupstaður og Brim hafa stofnað saman þróunarfélag um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi.

Unnið hefur verið að undirbúningi frá því síðastliðið haust og hefur KPMG ráðgjöf leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila.

Ætlunin er að félagið efli atvinnutækifæri, nýsköpun og skapandi greinar á svæðinu, auk þess sem gert er ráð fyrir nýrri íbúðabyggð á Breið.

Fjöldi fyrirtækja, háskólar og opinberir aðilar hafa lýst yfir vilja til að eiga samstarf um að upp byggist á Akranesi nýsköpunar- og rannsóknarsetur, auk samvinnurýmis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »