Stuðningur við ríkisstjórnina dvínar

Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana þrjá, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, er …
Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana þrjá, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, er 46% samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæplega 57% kjósenda styðja ríkisstjórnina samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup sem birtur var í gær. Stuðningurinn minnkar um þrjú prósentustig milli mælinga.

Litlar breytingar eru á fylgi flokkanna eða á bilinu 0,2 — 0,9 prósentustig. Sjálfstæðiflokkurinn mælist áfram stærstur en 24% segjast myndu kjósa flokkinn færu kosningar til Alþingis fram í dag.

Samfylkingin kemur þar á eftir þar sem 15% segjast myndu kjósa flokkinn, tæplega 14% Vinstri græn, næstum 11% Pírata, tæplega 11% Viðreisn, rúmlega 10% Miðflokkinn, tæplega 9% Framsóknarflokkinn, nær 4% Sósíalistaflokkinn og nær sama hlutfall Flokk fólksins. 

Sjálfstæðiflokkurinn mælist áfram stærstur samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi …
Sjálfstæðiflokkurinn mælist áfram stærstur samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup en fylgi flokka breytist lítið milli mælinga. Grafík/Gallup

Stuðningur við ríkisstjórnarflokkana þrjá, Vinstri græn, Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, er 46%. Mestur var stuðningurinn við ríkisstjórnina í byrjun apríl, þegar kórónuveirufaraldurinn náði hámarki, og mældist hann þá 61%. 

Liðlega 10% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og sama hlutfall segist myndi skila auðu eða ekki kjósa.

mbl.is