Svífandi brýr og rafskutlur

Göngustígur á pöllum um gjá er meðal hugmynda.
Göngustígur á pöllum um gjá er meðal hugmynda.

Ráðgert er að reisa nýja þjónustumiðstöð á Þingvöllum austan Þingvallavegar. Með henni yrðu tvö aðkomusvæði inn í þjóðgarðinn svo seinna megi með góðu móti sinna miklum og vaxandi fjölda ferðamanna í framtíðinni.

Þar eiga að vera bílastæði fyrir 300 bíla og 10 rútur. Þetta er meðal tillagna í drögum að nýju deiliskipulagi Þingvalla sem kynnt hafa verið. Í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag segir Einar Á.E. Sæmundsen þjóðgarðsvörður að hugmyndirnar séu enn í vinnslu og þær geti tekið breytingum í hefðbundnu umsagnar- og kynningarferli.

Frá hinni nýju þjónustumiðstöð verður, samkvæmt tillögunum, settur upp „svífandi stígur“ eða göngubrú niður gjána og að Langastíg. „Þessi leið yrði í raun önnur leið að gjánni og myndi auka flæðið enn betur,“ segir Einar, en eftir sem áður verður hægt að ganga í Almannagjá.

Samhliða er áætlað að taka í gagnið rafskutlur sem komið verður fyrir við Hakið, nýju þjónustumiðstöðina, Leirur, Furulund og Valhallarplan og munu ganga um skipulagssvæðið á 15-30 mínútna fresti, en með þeim geta gestir fengið að sjá brot af því besta í stuttri en skemmtilegri ferð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka