Þrjú ný smit — Fjölgar í sóttkví

Þrjú ný smit greindust í gær.
Þrjú ný smit greindust í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrjú ný kórónuveirusmit greindust í gær, tvö við landamæraskimun og eitt hjá Íslenskri erfðagreiningu. Fólki í sóttkví fjölgaði úr 434 í 440. Alls eru 10 virk smit hér á landi og fækkar virkum smitum því um eitt frá því í gær. 

Þetta kemur fram á Covid.is.

Alls hafa 29 jákvæð sýni greinst við landamæraskimun frá 15. júní. Fjórir þeirra einstaklinga sem reynst hafa jákvæðir eru smitandi, 23 eru það ekki og beðið er eftir niðurstöðum frá tveimur. 

730 sýni voru tekin við landamæraskimun í gær, 178 á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans og 92 hjá Íslenskri erfðagreiningu. 

mbl.is