Björginni lokað sökum smits

Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, hefur verið lokað tímabundið eftir að smit …
Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, hefur verið lokað tímabundið eftir að smit greindist hjá skólstæðingi miðstöðvarinnar. mbl.is/Sigurður Bogi

Björginni, geðræktarmiðstöð Suðurnesja, hefur verið lokað eftir að skjólstæðingur stöðvarinnar greindist með kórónuverusmit. Nokkrir aðrir skjólstæðingar og starfsmenn Bjargarinnar eru í sóttkví vegna þessa. 

Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Bjargarinnar en áður hafði smit greinst innan fjölskyldu skjólstæðings. Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið í dag að alls eru um tíu í sóttkví vegna smitsins. 

Greint var frá því í gær að þrjú smit voru staðfest eftir hádegi í gær sem tengjast konu sem kom frá Albaníu fyrir ellefu dögum og greindist með kórónuveiruna fyrir þremur dögum. 

Stefnt er að því að opna Björgina aftur á mánudag en unnið er að því að sótthreinsa miðstöðina. Opnunartími verður þó skertur frá 6. — 13. júlí og verður opið frá kl. 10 — 14. mbl.is