Fékk sér kríu í verslun

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt, m.a. að …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti ýmsum verkefnum í nótt, m.a. að vekja mann sem sofnaði í verslun, sinna lausum hestum og mönnum sem létu ófriðlega fyrir utan fjölbýlishús. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsfólk verslunar í miðbænum óskaði eftir aðstoð lögreglu á öðrum tímanum í nótt vegna ölvaðs manns sem hafði sofnað í versluninni. Lögreglan vakti manninn sem yfirgaf verslunina skömmu síðar. 

Það kennir ýmissa grasa í dagbók lögreglu eftir nóttina sem sinnti alls 64 málum í gærkvöld og fram undir morgun. Töluvert var um þjófnaði, ýmist í verslanir eða á gistiheimili. Þá bárust tvær tilkynningar um rúðubrot í skóla. 

Um klukkan 17 síðdegis varð reiðhjólaslys í Elliðaárdal. Lögregla og sjúkralið var sent á staðinn og hjólreiðamaðurinn var fluttur með sjúkrabíla á bráðamóttöku. 

Á öðrum tímanum í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu vegna tveggja ölvaðra manna fyrir utan fjölbýlishús í Breiðholti en þeir voru öskrandi og með ónæði. Mennirnir fóru ekki að fyrirmælum lögreglu og voru handteknir. 

Þá sinnti lögregla tveimur útköllum í heimahús sökum hávaða í samkvæmum, einu í Grafarvogi og öðru í Vesturbænum.

mbl.is