Höfum lítið um þetta að segja

Guðný Halldórsdóttir
Guðný Halldórsdóttir mbl.is/Kristinn Magnússon

„Mér finnst sjálfri ósköp leiðinlegt og dálítið sorglegt að bókaútgáfan, bæði prentun og allt sem við kemur bókum, sé komin á hendur erlendra aðila. Við erum í góðu sambandi við Forlagið en höfum lítið um þetta að segja.“

Þetta segir Guðný Halldórsdóttir, kvikmyndagerðarkona og dóttir nóbelsskáldsins Halldórs Laxness í  Morgunblaðinu í dag. Bent hefur verið á að með sölu á 70% hlut í Forlaginu til Storytel AB í Svíþjóð færist höfundarverk Laxness í erlenda eigu. Sjálf kveðst Guðný þó ekki hafa miklar áhyggjur af því.

Boðað hefur verið til fundar í stjórn Rithöfundasambands Íslands í dag þar sem ræða á fyrirhuguð kaup Storytel á Forlaginu. „Þeir félagsmenn sem við höfum heyrt í eru mjög óöruggir,“ segir Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambandsins, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »