Íslendingur fær 100.000 krónur

Fyrsti vinningur gekk ekki út í Eurojackpot í kvöld.
Fyrsti vinningur gekk ekki út í Eurojackpot í kvöld.

Tveir Þjóðverjar deila með sér öðrum vinningi í Eurojackpot og er hvor þeirra rúmum 143 milljónum ríkari eftir útdrátt kvöldsins. Þá fengu aðrir tveir Þjóðverjar þriðja vinning og fékk hvor þeirra rúmar 50 milljónir i sinn hlut. Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en hann hljóðaði upp á tæpa 1,7 milljarða króna.

Enginn Íslendingur var með allar tölur í réttri röð í jókerdrættinum, en einn heppinn íslenskur Lottó-áskrifandi var með fjórar tölur í réttri röð og fékk að launum 100.000 krónur.

Eurojackpot-tölur kvöldsins eru: 12 34 36 47 48
Stjörnutölur: 5 7

Jókertölur kvöldsins eru: 0 9 6 7 4

mbl.is