Stríður straumur norður

Margir hafa átt leið um Blönduós í dag en fæstir …
Margir hafa átt leið um Blönduós í dag en fæstir stoppa þó að sögn Guðrúnar Þorsteinsdóttur, lögreglumanns í bænum. mbl.is/Jón Sigurðsson

Mikil umferð hefur verið úr borginni norður í land í dag enda stór ferðahelgi að ganga í garð og nóg um að vera fyrir norðan. N1-mótið hófst á Akureyri á miðvikudag og stendur fram á helgi og tæplega 2.000 þátttakendur skráðir til leiks. Að sögn Barkar Árnasonar, lögreglumanns á Akureyri, hefur umferðin verið þung í bænum en engin verkefni að ráði komið upp hjá lögreglu.

Guðrún Þorsteinsdóttir, lögreglumaður á Blönduósi, segir að helgin nú sé sennilega stærsta ferðahelgin til þessa. „Maður finnur líka mjög skýrt að álagið dreifist ekki jafnt. Í fyrrasumar voru [erlendir] ferðamenn á ferð alla daga vikunnar, en nú er þetta langmest á föstudögum og sunnudögum.“

Hún segir að lögregla hafi ekki þurft að hafa afskipti af ökumönnum í dag. „Við þurfum sem betur fer lítið að beita okkur, en við reynum að bera sýnileg og það hefur mikil áhrif,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert