Tveir farþegar úr Norrænu smitaðir

Norræna kom til landsins í gær með 643 farþega.
Norræna kom til landsins í gær með 643 farþega.

Tveir farþegar sem komu með Norrænu í gær greindust smitaðir af kórónuveirunni. Annar þeirra þurfti að dvelja í einangrun í klefa sínum á leið til landsins, af því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 

Áður en farþeginn fór um borð í Norrænu í Hirtshals í Danmörku fékk hann þau tíðindi að hann væri smitaður af veirunni og var hann því ekki í neinum samskiptum við aðra farþega eða áhafnarmeðlimi um borð, eða við komu landsins. Rannsakað verður hvort um gamalt smit sé að ræða. 

Þá greindist annar farþegi með staðfest smit í kjölfar skimunar um borð í Norrænu í gær. Farþeginn er í einangrun en líklegt er að um gamalt smit sé að ræða, af því er fram kemur í tilkynningu lögreglu. Norræna kom að landi í gær, með 643 farþega og fóru þar af um 400 í sýnatöku.

mbl.is

Bloggað um fréttina