Enn fáir í skoðunarferðum

Ferðamenn eru aftur farnir að sjást á helstu ferðamannastöðum. Þeir …
Ferðamenn eru aftur farnir að sjást á helstu ferðamannastöðum. Þeir koma með hópferðabifreiðum, eins og lítill hópur sem fylgdist með gosi úr Strokki í fyrradag. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ferðaþjónustan hefur aðeins verið að braggast þótt hún sé ekkert í líkingu við það sem verið hefur á þessum tíma árs, á undanförnum árum. Íslendingar á sumarferðalögum bera uppi eftirspurnina.

Erlendir ferðamenn eru farnir að sjást á vinsælustu ferðamannastöðum landsins. Koma þeir eitthvað með hópferðabílum en þó aðallega á bílaleigubílum.

Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line á Íslandi, segir að fyrirtækið fari þrjár ferðir í viku um Gullna hringinn. Ekki séu margir farþegar, yfirleitt 10 til 20 á dag, en á sama tíma undanfarin ár hafi verið um 150 farþegar á dag í samtals fjórum ferðum. Gray Line fer tvær ferðir í viku á suðurströndina og eru gjarnan 10 farþegar í ferð. Önnur rútufyrirtæki eru með ferðir á helstu ferðamannastaði, gjarnan á litlum hópferðabílum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert