Júní var hlýr og júlí byrjar vel

Hlaupið í öldurnar á Langasandi á Akranesi.
Hlaupið í öldurnar á Langasandi á Akranesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlýtt var á landinu í nýliðnum júní og tíð hagstæð. Júlí hefur einnig farið vel af stað og spáð er ágætu veðri næstu daga.

Samkvæmt yfirliti Veðurstofunnar um tíðarfar í júní var hlýjast á Norðausturlandi en tiltölulega svalara suðvestanlands. Vindur og úrkoma voru víðast hvar nærri meðallagi.

Meðalhiti í Reykjavík í júní var 10,2 stig og er það 1,2 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 0,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn 11,1 stig, 2,0 stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 1990, en 1,1 stigi yfir meðallagi síðustu tíu ára. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 9,4 stig og 10,0 stig á Höfn í Hornafirði.

Í Reykjavík raðast hitinn í júní í 24.-25. sæti af mælingum 150 síðustu ára. Á Akureyri raðast mánuðurinn í 11. sæti af 140 júnímælingum og á Stykkishólmi í 25. sæti af 175 mælingum. Hæsti hiti mánaðarins mældist 24,2 stig á Mörk í Landi þann 28. júní.

Úrkoma í Reykjavík mældist 49,6 millimetrar í júní sem er rétt undir meðallagi áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 31,1 mm sem er 10% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Í Stykkishólmi mældist úrkoman 54,8 mm og 113,2 mm á Höfn í Hornafirði, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert