Komnir með næg kúahey

Dagur Fannar Einarsson mundar tól sín og tæki.
Dagur Fannar Einarsson mundar tól sín og tæki. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er skemmtilegur tími, að taka svona vinnutörn. Vinna langt fram á kvöld. Ég lifi fyrir þetta,“ segir Dagur Fannar Einarsson á Urriðafossi í Flóa um heyskapinn. Hann var í gær að raka saman heyi fyrir bændur í Lyngholti í sömu sveit og næsta verk var að rúlla og pakka.

Heyskapur hófst almennt seint í Árnessýslu, vegna óþurrka. Sveinn Sigurmundsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Suðurlands, segir að það hafi viljað til að sprettan hafi verið örlítið hægari í vor en oft áður og þess vegna séu grös ekki farin að spretta mikið úr sér.

En sláttur hefði ekki mátt hefjast mikið seinna. Þessi vika hefur verið góð til heyskapar og spáin fyrir næstu daga er góð. Sveinn segir að margir séu búnir að ná kúaheyi sem kallað er, góðum heyjum fyrir hámjólka kýr. Reiknar hann með að bændur ljúki almennt fyrri slætti í þessum veðurglugga. Dagur Fannar segir að Haraldur bóndi á Urriðafossi, bróðir hans, muni allavega ná tveimur sláttum í sumar og ef til vill þeim þriðja á einhverjum túnum ef heppnin verði með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »