Pútín í Morgunblaðinu: Mamma mín lifði af fyrir kraftaverk

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, skrifar grein um uppgjör seinni heimsstyrjaldar …
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, skrifar grein um uppgjör seinni heimsstyrjaldar í Morgunblaðið í dag. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifar grein í Morgunblaði dagsins þar sem hann fjallar um uppgjör seinni heimsstyrjaldar, eða Föðurlandsstríðsins mikla eins það er kallað í Rússlandi, í tilefni af 75 árum frá stríðslokum, „Sigrinum mikla.“ Pútín gerir hlut Sovétríkjanna í sigrinum að umtalsefni og kallar það níðingsverk að rifja upp sigurinn á nasistum án þess að halda til haga hlut Sovétmanna í sigrinum.

Fram­lag Sov­ét­ríkj­anna og Rauða hers­ins var gríðarlega mik­il­vægt og átti af­ger­andi þátt í sigr­in­um gagn­vart nas­ism­an­um þrátt fyr­ir að nú til dags sé verið að reyna að sýna fram á annað,“ skrifar Pútín. „Næst­um því 27 millj­ón­ir sov­éskra borg­ara létu lífið á víg­stöðvun­um og í þýskri stríðsfanga­vist, dóu úr hung­urs­neyð og í loft­árás­um, í gettó­um og lík­brennslu­ofn­um í út­rým­ing­ar­búðum nas­ista. Sov­ét­rík­in misstu sjö­unda hvern rík­is­borg­ara sinn á meðan Bret­land missti einn af 127 og Banda­rík­in einn af 320.“

Pútín hefur áhyggjur af því sem hann kallar endurskoðun sögunnar. „Hætt er við því að sú end­ur­skoðun sög­unn­ar sem farið er að verða vart á Vest­ur­lönd­um, fyrst og fremst í því sem snýr að heims­styrj­öld­inni síðari og af­leiðing­um henn­ar, geti orðið til þess að brengla gróf­lega skiln­ing fólks á þeim lög­mál­um friðsam­legr­ar þró­un­ar sem voru mótuð á ráðstefn­un­um í Jalta og Teher­an 1945,“ skrifar hann.

1. júlí 1945, rússneskur hermaður við Brandenborgarhliðið í Berlín.
1. júlí 1945, rússneskur hermaður við Brandenborgarhliðið í Berlín. AFP

Foreldrar mínir upplifðu skelfilegar þrekraunir

Forsetinn segir að vanræksla á lærdómi sögunnar geti haft í för með sér þungar afleiðingar. Af þeim sökum vilji hann standa vörð um sannleikann eins og hann birtist í skjalfestum sögulegum staðreyndum. Hann rifjar einnig upp hvernig stríðið mótaði hans eigin fjölskyldusögu.

„For­eldr­ar mín­ir upp­lifðu skelfi­leg­ar þrekraun­ir í umsátr­inu um Leníngrad. Vítja, bróðir minn, lést aðeins tveggja ára en mamma mín lifði af fyr­ir krafta­verk. Faðir minn hafði lausn frá her­skyldu en hann, líkt og millj­ón­ir sov­éskra borg­ara, bauð sig fram sem sjálf­boðaliða til að verja heima­borg sína og særðist illa í orr­ustu.“

Greinina í heild má lesa hér og í Morgunblaði dagsins.

mbl.is