Slökktu í gróðureldi á Akureyri

Vel gekk að slökkva eldinn.
Vel gekk að slökkva eldinn. mbl.is/Eggert

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út að göngustíg við Krambúðina á Borgarbraut, Akureyri, um klukkan tvö í dag en þar hafði kviknað í góðri. Töluverðan reyk lagði frá gróðrinum, en vel gekk að slökkva eldinn að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Spurður út í eldsupptök segir varðstjórinn að þau séu ókunn en sennilega hafi einhver verið að fitka með eld. Hlýtt hefur verið á Akureyri síðustu daga og gróður því þurr.

mbl.is